Allur reksturinn í einum viðskiptahugbúnaði.


Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt!


Odoo er hannað á réttan hátt.

Odoo er fyrsta raunverulega AIO (all-in-one) viðskiptalausnin sem er í boði á Íslandi. Hér er raunverulega um að ræða einn hugbúnað á einum gagnagrunni sem leysir fjölda annara hugbúnaðarlausna af hólmi!

Ímyndaðu þér viðskiptahugbúnað eða tölvukerfi þar sem þú hefur aðgang að safni af viðskiptaöppum eða kerfiseiningum þar sem þú getur valið þér það sem þér hentar hverju sinni.

Þarf að bæta eitthvað í fyrirtækinu? Það er til app fyrir það!

Ekkert flækjustig, engin aukakostnaður, einungis einn smellur til að setja upp nýtt viðskiptaapp.

Ímyndaðu þér áhrifin sem það hefur þegar allt starfsfólkið fær réttu tólin til að sinna sínu hlutverki innan fyrirtækisins.

Hvert app einfaldar ferli og utanumhald. Hvert app styrkir og eflir starfsfólkið.

Þetta er Odoo!

Kynntu þér helstu öpp hér að neðan.


Vefsíða

Spjallborð 


Netspjall 

 

Vefsíða


Vefverslun

 

Fjarkennsla


Blogg

 

Sala

Viðskiptatengsl
CRM

 

Sala


Afgreiðsla
POS

 

Áskriftir 


Útleiga 

 

Fjármál

Bókhald

 

Reikningar og kröfur 


Útgjöld

 

Skjölun 


Fjárhags
greining BI

 

Undirskriftir


Birgðir og framleiðsla

Birgðir

 

Innkaup


Líftími vöru 

 

Framleiðsla


Viðhald

 

Gæðastjórnun


Mannauður

Laun og mannauður

 

Floti


Ráðningar

 

Orlofsskráning 


Hrós

 

Meðmæli


Markaðsmál

Sjálfvirkni

 

Tölvupóstur 


SMS

 

Samfélags-
miðlar


Viðburðir

 

Rannsóknir


Þjónusta

Verkefna-
stýring

 

Tímaskráning


Vettvangs-
þjónusta

 

Þjónustuborð


Vaktir

 

Tímabókanir


Framleiðni

Innri samskipti

 

Samþykktir


IOT 

 

 VOIP


Þekkingar-
banki

 

Sérsnið

Studio

 

Engar erfiðar samþættingar á hugbúnaði

Ef þú ert með ýmsar tegundir af hugbúnaði sem gegnir mismunandi hlutverki í rekstrinum þá eru miklar líkur á því að allur þessi hugbúnaður sé ekki samtengdur. Einnig er líklegt að mikil vinna og kostnaður fylgi því að samtengja hugbúnaðinn svo upplýsingar geti flætt á milli.


Öppin í Odoo eru samþáttuð frá grunni og eru því hagkvæmari leið við en að vera með hugbúnað frá mismunandi framleiðendum. Ferlar verða sjálfvirkari um leið og yfirsýnin yfir mikilvæga hluti rekstrarins verður betri frá byrjun. Upplýsingar flæða óhindrað á milli rekstrareininga.

Allt sem þú þarft í notendavænu viðmóti

Odoo er með svokallað „open-source development model“ og því er opin aðgangur fyrir þúsundir forritara og sérfræðinga til að hanna viðskiptaöpp með mismunandi þarfir fyrirtækja í huga. Notendur Odoo hafa því aðgang að gríðarlega miklum fjölda viðskipta appa sem eru fullkomlega samþáttuð sín á milli.


Odoo gefur út uppfærslu árlega og breytingar á notendaviðmóti ná alltaf yfir öll öpp. Odoo er því í stöðugri þróun.

Íslensk aðlögun

Boðleið hefur sérhannað tengingar við íslenska aðila þ.e. Skattinn, bankana, Þjóðskrá, Fyrirtækjaskrá og rafræna skeytamiðlun.

Boðleið er Silver Partner Odoo

Á skömmum tíma hefur Boðleið náð þeirri viðurkenningu að vera Silver Partner Odoo. Í stuttu máli þýðir það að Boðleið er mjög framarlega í þekkingarstigi og reynslu þegar kemur að Odoo hugbúnaðinum.

Skilyrði þess að gerast Odoo Silver Partner er að hafa fleiri vottaða sérfræðinga, aukna afkastagetu og hærra þjónustustig.

Odoo fyrirtækið

Odoo hugbúnaðurinn er framleiddur af belgíska fyrirtækinu Odoo SA þar sem starfa um 2.800 manns. 

Odoo hefur um 5.000 samstarfsaðila um allan heim og um 12 milljón notendur eru að kerfinu.