Viðskiptavinir okkar

Við veitum frábæra þjónustu

Starfsmenn þjónustudeildar Boðleiðar hafa áratuga reynslu í þjónustu á símabúnaði og símalausnum. Þjónustumenn hafa farið reglulega á námskeið hjá framleiðendum búnaðar sem Boðleið flytur inn og selur. Ekki þarf að tíunda mikilvægi þess að tæknimenn séu vel að sér og þekki inn á búnaðinn og alla eiginleika hans. Tæknimenn okkar sjá um uppsetningu á símkerfum, netbúnaði, þráðlausum lausnum, Contact Center þjónustuvers hugbúnað, rannsóknartæki svo eitthvað sé nefnt. Veitum einnig ráðgjöf og gerum úttekt á fjarskiptamálum fyrirtækja. Eins og allir vita er forsenda þess að reka fyrirtæki og stunda viðskipti í nútímaþjóðfélagi að samskipti fyrirtækisins séu í lagi og þar spilar símstöðin stórt hlutverk. Þjónustusamningar okkar tryggja að fyrirtæki fái lausn þeirra mála sem upp koma eins fljótt og unnt er, ásamt því að veittur er fastur afsláttur af vörum og þjónustu.

535-5200

Þjónustudeild Boðleiðar er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 8:30 til 16:30 og á föstudögum frá kl 8:30 til 15:00

Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 535-5200 eða eftirfarandi netföngum.
Pantanir og upplýsingar um vörur, þjónustu og verð: sala@bodleid.is
Þjónustubeiðnir: hjalp@bodleid.is
Almennar fyrirspurnir: bodleid@bodleid.is
Útkallsþjónusta er allan sólahringinn í aðalsíma Boðleiðar 535-5200.

Umsagnir viðskiptavina

I am Pleased to recommend you the telephony and IT services provided by Bodleid… During our collaboration the Bodleid team was at all times well organized, efficient, and willing to do whatever was needed to get a particular task finished. Because there were often last-minute deadlines, their cooperative attitude and reliability were important and appreciated. Because of their ambition, professionalism and great commitment Bodleid deserves serious consideration as a potential service provider that I highly recommend.

Sorin Lazar

Aðstoðarframkvæmdastjóri / Assistant Managing Director

Í yfir 20 ár hefur Boðleið séð okkur fyrir símkerfisþjónustu með einstakri prýði. 3CX hefur opnað fyrir okkur möguleikann til að starfa og hafa númer í nær hvaða landi sem er. Starfsmenn geta verið í innanhús símasambandi hvar sem er í heiminum á nær hvaða mobile tæki sem er, sem hefur minnkað símkostnað innanlands og til útlanda til muna. Einnig höfum við geta boðið viðskiptavinum og samstarfsaðilum mun lægri kostnað á innhringingum.

Sveinn Kristinsson

Netstjóri / Network Administrator

Við hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga höfum notað 3cx símkerfið í hýsingu hjá Boðleið í rúmt ár og höfum verið mjög ánægð bæði með virkni kerfisins og aðkomu starfsmanna Boðleiðar. Það er okkar mat að samskiptakostnaður hafi lækkað verulega og notkunarmöguleikar mun fleiri en áður var.

Bragi R. Axelsson

Forstöðumaður Innheimtustofnunar sveitarfélaga

Það er alveg óhætt að segja að það megi mæla með þjónustu Boðleiðar. Þeir eru úrræðagóðir og búnaðurinn hjá þeim er traustur. Þeir eru lausnamiðaðir og reyndust okkur einstaklega vel í mjög erfiðum aðstæðum þegar að stór starfseining okkar varð gjörsamlega símlaus. Við vorum "up and running" á innan við sólarhring eftir að ákvörðun var tekin um hvaða lausn var ákveðið að fara í.

Þórhallur Harðarson

Framkvæmdastjóri fjármála og stoðþjónustu/Heilbrigðisstofnun Norðurlands